Ótrúlegur lokakafli færði Stólunum sigur í leik eitt
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
09.05.2025
kl. 02.10
Ef einhverntíann Síkið hefur sótt sigur fyrir lið Tindastóls þá var það í gærkvöldi. Þá tóku Stólarnir á móti grjóthörðum Garðbæingum í fyrsta leik úrslitaseríunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Lið Tindastóls virtist í hálf vonlausri stöðu þegar lítið var eftir af leiknum en það var ekki að sjá að nokkur maður á pöllunum hengdi haus. Stuðningurinn var óbilandi og virtist hreinlega smitast í leikmenn okkar liðs sem gerði átta síðustu stig leiksins á 36 síðustu sekúndunum. Það dugði til sigurs, 93-90, og hafa Stólarnir því náð 1-0 forystu í einvíginu.
Meira