Fréttir

Ótrúlegur lokakafli færði Stólunum sigur í leik eitt

Ef einhverntíann Síkið hefur sótt sigur fyrir lið Tindastóls þá var það í gærkvöldi. Þá tóku Stólarnir á móti grjóthörðum Garðbæingum í fyrsta leik úrslitaseríunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Lið Tindastóls virtist í hálf vonlausri stöðu þegar lítið var eftir af leiknum en það var ekki að sjá að nokkur maður á pöllunum hengdi haus. Stuðningurinn var óbilandi og virtist hreinlega smitast í leikmenn okkar liðs sem gerði átta síðustu stig leiksins á 36 síðustu sekúndunum. Það dugði til sigurs, 93-90, og hafa Stólarnir því náð 1-0 forystu í einvíginu.
Meira

Íslandsmeistarar Blika höfðu betur gegn Stólastúlkum

Bestu deildar lið Tindastóls fékk Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Krókinn í dag í 5. umferð deildarinnar. Það mátti reikna með erfiðum leik en Stólastúlkur náðu engu að síður forystunni í leiknum. Blikar voru aftur á móti ekki lengi að kvitta fyrir sig og unnu á endanum öruggan 5-1 sigur.
Meira

Hæfileikabúnt frá Húnaþingi vestra sigruðu í Fiðringi 2025

Þeim er margt til lista lagt nemendunum í Grunnskóla Húnaþiings vestra og þessi vetur hlýtur að verða þeim mörgum minnistæður. Fyrir jól áttu nemendur eitt af þeim þremur lögum sem þóttu skara fram úr í Málæði, í síðustu viku tryggði lið skólans sér sæti í úrslitum í Skólahreysti og í gær sigraði atriði skólans í Fiðringi 2025, hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk, sem haldin var á Akureyri.
Meira

Nýsköpun sem drifkraftur | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar

Nýsköpun er ekki bara orð til að nota á tyllidögum og í kosningabaráttu, nýsköpun er drifkraftur framþróunar, hvort sem það er í litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða stórum alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum. Nýsköpun opnar nýjar leiðir, skapar ný störf, eykur hagkvæmni og gerir okkur – bæði sem einstaklinga og samfélög, betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem blasa við, grípa þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný. Fyrirtæki og samfélög sem fóstra og næra nýsköpunarhugsun og nýsköpunarverkefni eru lykillinn að sjálfbærum vexti, bættum lífsgæðum og framþróun sama hvaða atvinnugreinar horft er til.
Meira

Innlyksa á Húsabakka í Skagafirði

Í gær kom tilkynning frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um mikla vatnavextir í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum. Ábúendur á Syðri og Ytri Húsabakka hafa fundið vel fyrir þessum vatnavöxtum enda innlyksa og skemmdir á vegum og túnum ekki skýr að svo stöddu.
Meira

Strandveiðin byrjaði á mánudaginn

Það verður fjör hjá smábátaeigendum í sumar því strandveiðitímabilið byrjaði af fullum krafti á mánudaginn síðastliðinn. Fyrir þá sem sóttu um leyfið og fengu geta sótt sjóinn í alls 48 daga. Þessir dagar skiptast niður í 12 daga á mánuði í fjóra mánuði og má einungis róa á mán., þrið., mið. og fimmtudögum. Þá má fiska 774 kíló á dag og á þetta fyrirkomulag að tryggja fullt jafnræði milli landshluta en sl. ár hefur strandveiðin verið stöðvuð löngu áður en tímabilið er búið, eða um miðjan júlí.
Meira

Klara Sveinbjörnsdóttir og lið Storm Rider sigruðu KS deildina

Úrslit í Meistaradeild KS urðu ljós þegar lokakeppnin fór fram að kvöldi 2. maí, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Mikil eftirvænting var fyrir kvöldinu því þá kæmi í ljós hverjir stæðu uppi sem heildarsigurvegarar bæði í einstaklings- og liðakeppni. 
Meira

Efri-Fitjar sauðfjárræktarbú ársins 2025

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar, sem haldinn var á Húsavík 12. apríl síðastliðinn, var búið Efri-Fitjar í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu útnefnt sauðfjárræktarbú ársins og var bændum veittur farandgripurinn Halldórsskjöldurinn af því tilefni. Að búrekstri á Efri-Fitjum standa þau Gunnar Þorgeirsson og Gréta Brimrún Karlsdóttir ásamt syni þeirra, Jóhannesi Geir Gunnarssyni, og konu hans, Stellu Dröfn Bjarnadóttur. Gunnar er uppalinn á Efri-Fitjum og kom inn í búreksturinn með föður sínum 1986, segir á huni.is
Meira

Prestsbær hlaut Ófeigsbikarinn 2025

Í byrjun apríl var haldinn aðalfundur Hrossaræktarsambands Skagfirðinga í Tjarnarbæ ásamt því að hæstu kynbótahross síðasta árs voru verðlaunuð. Á fundinum kom meðal annars fram að á vegum HSS verða stóðhestarnir Adrían frá Garðshorni og Lexus frá Vatnsleysu til notkunar í Skagafirði í sumar, skagfirsk kynbótahross stóðu sig afar vel á sl. ári og Skagfirðingar standa afar vel að vígi á landsvísu.
Meira

Björgunarsveitin Grettir með slöngubátanámskeið

Björgunarsveitin Grettir á Hófsósi segir frá því á Facebook-síðunni sinni að um sl. helgi hafi sjö félagar frá þeim setið námskeið í slöngubátum og var það haldið á Hofsósi. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt námskeið, þar sem farið var yfir meðal annars hvernig á að setja báta í tog og bjarga einstaklingi upp úr sjó.
Meira