Fréttir

Erum við að láta fjársjóð renna okkur úr greipum?

Helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum er ferðaþjónustan og eftir nokkru að slægjast fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög að eigna sér hlutdeild í því ævintýri. Í Glefsum á heimasíðu SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) hefur Vífill Karlsson farið yfir vægi ferðaþjónustu í útsvarsgrunni sveitarfélaga á Íslandi og þar má sjá að láninu – ef svo mætti kalla – ser annarlega misskipt. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra skora ekki hátt í þeirti úttekt en aðeins Húnaþing vestra er í efri hluta töflunnar en á botninum er Skagaströnd.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2025

Þann 4. september sl. voru veittar umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar í Húsi Frítímans. Veitt voru að þessu sinni átta verðlaun í sex flokkum. Í 21 ár hefur sveitarfélagið Skgafjörður og Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar verið í samstarfi um að velja og veita umhverfisviðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja.
Meira

Undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum næsta sumar í fullum gangi

Landsmót hestamanna verður á Hólum í Hjaltadal næsta sumar og er miðasala á mótið hafin fyrir löngu á vef mótsins, landsmot.is og fer vel af stað. Sérstakt forsölutilboð er í gangi til áramóta. Í færslu á Facebook-síðu Landsmóts í gær var sagt frá því að framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna á Hólum 2026 kom saman til fundar á Hólum í vikunni. Erindið var að hitta fulltrúa Háskólans á Hólum og fulltrúa mannvirkjanefndar LH og skoða þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á væntanlegu mótssvæði í sumar.
Meira

Nanna Rögnvaldar hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Skagfirðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, sem ættuð er úr Djúpadal, hlaut í gær Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Nönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Alls bárust 71 handrit í keppnina og bar handrit Nönnu sigur úr býtum en það nefnist „Flóttinn á norðurhjarann“.
Meira

Stólastúlkur mörðu mikilvægan sigur gegn Fram

Það voru um 200 manns sem sóttu leik Tindastóls og Fram í Bestu deild kvenna á Króknum í gærkvöldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Tindastóls sem varð hreinlega að vinna leikinn til að koma sér betur fyrir í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni og að halda liði Fram í seilingarfjarlægð. Það hafðist því Stólastúlkur uppskáru 1-0 sigur eftir baráttuleik þar sem Gen í marki Tindastóls var hreint frábær.
Meira

Tilkynning um stöðvun á heitu vatni þriðjudaginn 9. september

Heitavatnslaust verður á svæðinu frá Grófargili að Birkihlíð, Keflavík í Hegranesi og að Hofsstaðaseli frá kl. 8:00 þriðjudaginn 9.september fram eftir degi meðan vinna stendur yfir við endurbætur á dælustöðinni við Grófargil. Það svæði sem verður fyrir þjónustu stoppi er innan rammans á loftmyndinni segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. 
Meira

Samið við Víðimelsbræður um stækkun Sauðárkrókshafnar

Á Facebook-síðu Skagafjarðarhafna er sagt frá því að skrifað var undir samning í dag við Víðimelsbræður ehf um fyrsta hluta af stækkun Sauðárkrókshafnar. Nýr 310 m langur brimvarnargarður norðaustan við Norðurgarð í Sauðárkrókshöfn, ásamt uppúrtekt sandfangara á um 90 m kafla og endurröðun efnis og sjóvörn annars vegar og Útgarð hins vegar.
Meira

Freyja Lubina keppir í EuroSkills 2025

Freyja Lubina Friðriksdóttir keppir í húsasmíði fyrir Íslands hönd í EuroSkills 2025 – European Championship of Young Professionals sem fram fer í Herning í Danmörku 9.-13. september 2025. Freyja útskrifaðist sem húsasmiður frá FNV og henni til halds og trausts verður Hrannar Freyr Gíslason, kennari í húsasmíði við FNV.
Meira

Brautarholtsslagurinn í kvöld í Bestu deildinni

Stólastúlkur þurfa í kvöld allan stuðning sem völ er á þegar Brautarholtsprinsinn mætir með sínar Framdömur til leiks á skagfirska knattspyrnuengið á Króknum. Leikurinn hefst á slaginu sex og eru stuðningsmenn hvattir til að taka með fjölskyldumeðlimi og vini og fylla stúkuna. Það er hlýtt og bara smá norðangola sem stoppar á stúkunni. Óskar Smári, þjálfari Fram, lofar veseni í 90 mínútur en lengra nær það ekki. Það þarf auðvitað ekki að minna á það að Brautarholtsprinsinn er bróðir Brautarholtsprinsessunnar, Bryndísar Rutar, sem er fyrirliði Tindastóls.
Meira

Íslandi allt!

Feykir sendi rúmlega tvær spurningar á Palla Friðriks í Póllandi í morgun en leikur Frakka og Íslendinga er nú í gangi og útlit fyrir stóran – risastóran – rassskell því þegar þetta er skrifað er þriðji leikhluti að klárast og Frakkar búnir að skora um helmingi fleiri stig en strákarnir okkar. Palli er spámannlega vaxinn og fyrir leik var hann bjartsýnn á góð úrslit og átti von á að Arnar Björns sýndi takta. Palli spáði reyndar líka sigri Íslendinga gegn Slóvenum en eitthvað klikkaði þar líka. Rétt að spyrja hann út í það til að byrja með...
Meira